Austfirskt glímufólk í fremstu röð á EM í fangbrögðum

UÍA átti þrjá keppendur í landsliði Íslands sem keppti á Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum í Leon á Spáni um nýliðna helgi.  Óhætt er að segja að árangurinn hafi verið góður og sex verðlaun staðreynd í lok móts.

Eva Dögg Jóhannsdóttir íþróttamaður UÍA 2013 hafnaði í öðru sæti í Gouren og því þriðja í hvoru tveggja Backhold og Lucha leonesa í -63 kg flokki. Ásmundur H. Ásmundsson tók silfur í tveim greinum; Gouren og Lucha leonesa og brons í þeirri þriðju Backhold í +90 kg flokki. Hjörtur Elí Steindórsson hafnaði í 5. sæti í Gouren og því 6. í Backhold og Lucha leonesa í flokki -68 kg.

Hér á myndinni má sjá landsliðshópinn glaðbeittan á Spáni.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ