Austfirskt glímufólk í fremstu röð á EM í fangbrögðum

UÍA átti þrjá keppendur í landsliði Íslands sem keppti á Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum í Leon á Spáni um nýliðna helgi.  Óhætt er að segja að árangurinn hafi verið góður og sex verðlaun staðreynd í lok móts.

Eva Dögg Jóhannsdóttir íþróttamaður UÍA 2013 hafnaði í öðru sæti í Gouren og því þriðja í hvoru tveggja Backhold og Lucha leonesa í -63 kg flokki. Ásmundur H. Ásmundsson tók silfur í tveim greinum; Gouren og Lucha leonesa og brons í þeirri þriðju Backhold í +90 kg flokki. Hjörtur Elí Steindórsson hafnaði í 5. sæti í Gouren og því 6. í Backhold og Lucha leonesa í flokki -68 kg.

Hér á myndinni má sjá landsliðshópinn glaðbeittan á Spáni.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok