Gott silfur gulli betra!
Kvennaliði Þróttar tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki því liðið tapaði 3-0 fyrir Aftureldingu í hreinum úrslitaleik í Mosfellsbæ á föstudagskvöld.
Í viðtali við Austurfrétt segir Mattíhas Haraldsson, þjálfari liðsins „Ég tel að við höfum gert það sem við gátum með þann hóp sem við vorum með í vetur, þó við höfum vissulega ætlað að enda á að taka titilinn í fyrradag. Við endum með silfrið en getum gengið frá þessu móti og sagt að við höfum lagt okkur 100% fram og komið fram af virðingu og sæmd."
Það er sennilega ekki hægt að biðja um mikið meira og við óskum Þrótti til hamingju með silfrið og blakveturinn sem nú er að baki.
Nánari umfjöll um úrslitaleikinn má finna hér á vefsíðu Austurfréttar.