Austurlandsmót UÍA í alpagreinum önnur tilraun
Veðurguðirnir hafa leikið okkur Austfirðinga heldur grátt þennan veturinn og sett sitthvað úr skorðum, þar á meðal mótahald á skíðum. Enda verður það sennilega að teljast fullmikið af því góða þegar lyfturnar snjóa í kaf hvað ofan í annað.
En nú tekur vonandi við betri tíð og Skíðafélagið í Stafdal stefnir á að klára Austurlandsmót UÍA 10 ára og eldri í Stafdal mánudaginn 14. apríl. Brautarskoðun kl 16:00 og mótið byrji kl 16:30.
Keppt verður í svigi og stórsvigi. Verðlaun verða veitt fyrir tvo árganga saman, 10-11ára, 12-13ára, 14-15ára og 16 ára og eldri. Bikar veittur fyrir fyrsta sæti í hverjum flokki og verðlaunapeningar fyrir annað og þriðja sæti. Austurlandsmót UÍA er öllum opið en iðkenndur félaga sem ekki eru í aðildarfélagi að UÍA keppa sem gestir. SKIS og SFF eru svo dæmi sé tekið aðildarfélög að UÍA.
Ef allt lítur vel út á mótsdag, mánudaginn 14 apríl, aðstæður, færi og mannskapur klár verður skoðað og tekin ákvörðun um hvort reynt verði að klára einnig Fjarðaálsmót 11 ára og eldri þá.
Keppt yrði í svigi og stórsvigi og þá ef til kemur keyrt í sömu braut og fyrir Austurlandsmóti UÍA. Verðlaunapeningar veittir fyrir fyrsta til þriðja sæti í hverjum árgangi. Fjarðaálsmót 11 ára og eldri í Stafdal er öllum opið.