UMÍ á skíðum: Glaðasólskin og góður árangur.
Unglingameistaramót í alpagreinum og göngu fór fram á Dalvík og Ólafsfirði 28.-30. mars síðastliðinn í blíðskapar veðri. UÍA átti þar 20 keppendur í alpagreinum en UMÍ er fyrir 12-15 ára.
Hópurinn stóð sig virkilega vel og var mikil upplifun og skemmtun bæði fyrir keppendur og áhorfendur.
Keppt var í stórsvigi á Dalvík á föstudeginum, svigi á laugardeginum á Ólafsfirði og blandsvigi á Dalvík á sunnudeginum.
Blandsvig er grein sem er sambland af svigi og stórsvigi og skipti brautin alls 7 sinnum um takt, þar sem stórsvig og svig var blandað saman. Keppendur höfðu ekki áður spreytt sig í blandsvigi, í það minnsta keppendur ÚÍA, og höfðu virkilega gaman af.
Margir keppendur ÚÍA röðuðu sér í fremstu sætin og þar sem Alexandra Elíasdóttir varð unglingameistari í stórsvigi og Eva Björg Björgvinsdóttir í 3. sæti.
Í svigi var Halldóra Birta Sigfúsdóttir önnur og Embla Rán Baldursdóttir þriðja.
Í flokki 14 ára var Aron Steinn Halldórsson í öðru sæti í stórsvigi og svigi.
Þorvaldur Marteinn Jónsson var þriðji í svigi í flokki 15 ára drengja.
Í alpatvíkeppni (stórsvig + svig) var Embla Rán Baldursdóttir í öðru sæti í flokki 12 ára stúlkna, Aron Steinn Halldórsson í öðru sæti í flokki 14 ára drengja og Þorvaldur Marteinn Jónsson í því þriðja í flokki 15 ára drengja.
Í blandsvigi kepptur tveir áraganga saman 12-13 ára og 14-15 ára.
Halldóra Birta Sigfúsdóttir var fyrst í flokki 12 ára stúlkna og Andri Gunnar Axelsson í þriðja sæti 12 ára drengja.
Margir keppendur röðuðu sér í fjórða og fimmta sæti og stóðu sig allir með stakri prýði og voru sér og félagi sínu til mikillar sóma.
Þjálfarar í ferðinni voru Hafþór Valur Guðjónsson og Stefán Jóhann Jóhannsson og voru þeir að að vonum ánægðir með árangur hópsins.
Frekari upplýsingar um mótið og úrslit má sjá á heimasíðu mótsins