UMÍ á skíðum: Glaðasólskin og góður árangur.

Unglingameistaramót í alpagreinum og göngu fór fram á Dalvík og Ólafsfirði  28.-30. mars síðastliðinn í blíðskapar veðri. UÍA átti þar 20 keppendur í alpagreinum en UMÍ er fyrir 12-15 ára.

Hópurinn stóð sig virkilega vel og var mikil upplifun og skemmtun bæði fyrir keppendur og áhorfendur.

Keppt var í stórsvigi á Dalvík á föstudeginum, svigi á laugardeginum á Ólafsfirði og blandsvigi á Dalvík á sunnudeginum.

Blandsvig er grein sem er sambland af svigi og stórsvigi og skipti brautin alls 7 sinnum um takt, þar sem stórsvig og svig var blandað saman. Keppendur höfðu ekki áður spreytt sig í blandsvigi, í það minnsta keppendur ÚÍA, og höfðu virkilega gaman af.

Margir keppendur ÚÍA röðuðu sér í fremstu sætin og þar sem Alexandra Elíasdóttir varð unglingameistari í stórsvigi og Eva Björg Björgvinsdóttir í 3. sæti.

Í svigi var Halldóra Birta Sigfúsdóttir önnur og Embla Rán Baldursdóttir þriðja.

Í flokki 14 ára var Aron Steinn Halldórsson í öðru sæti í stórsvigi og svigi.

Þorvaldur Marteinn Jónsson var þriðji í svigi í flokki 15 ára drengja.

Í alpatvíkeppni (stórsvig + svig) var Embla Rán Baldursdóttir í öðru sæti í flokki 12 ára stúlkna, Aron Steinn Halldórsson í öðru sæti í flokki 14 ára drengja og Þorvaldur Marteinn Jónsson í því þriðja í flokki 15 ára drengja.

Í blandsvigi kepptur tveir áraganga saman 12-13 ára og 14-15 ára.

Halldóra Birta Sigfúsdóttir var fyrst í flokki 12 ára stúlkna og Andri Gunnar Axelsson í þriðja sæti 12 ára drengja.

Margir keppendur röðuðu sér í fjórða og fimmta sæti og stóðu sig allir með stakri prýði og voru sér og félagi sínu til mikillar sóma.

Þjálfarar í ferðinni voru Hafþór Valur Guðjónsson og Stefán Jóhann Jóhannsson og voru þeir að að vonum ánægðir með árangur hópsins.

Frekari upplýsingar um mótið og úrslit má sjá á heimasíðu mótsins

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok