Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports í frjálsum
Hið árlega Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports fer fram í íþróttahúsinu á Norðfirði, næstkomandi laugardag 12. apríl og hefst keppni kl 11.
Keppt verður í flokkum stáka og stelpna 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri í eftirtöldum greinum: Langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu, hástökki, kúluvarpi og 100 m hlaupi.
Mótið er öllum opið og allir velkomnir, líka þeir sem ekki hafa æft frjálsar íþróttir en langar að spreyta sig. Það er til mikils að vinna því verðlaunin eru af glæsilegra og gómsætara tagi.
Keppendur safna stigum með árangri sínum í hverri grein, þannig gefur 1. sæti 6 stig, 2. sæti 5 stig og þannig koll af kolli. Í lok móts verða verðlaunaðir stigahæstu einstaklingar í hverjum aldursflokki stráka og stelpna og fá að launum stæðileg páskaegg.
Allir keppendur fá lítið páskaegg í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna.
Þátttökugjald er 500 kr á einstakling óháð greinafjölda. Skráning er hafin og skulu skráningar berast á netfang UÍA This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Á myndinni hér til hliðar má sjá sigursæla páskaeggjameitara af síðasta móti.