Enn bætist í Íslandsmeistaratitlasafnið hjá Þrótti

Sex lið frá Þrótti lögðu í 12 klukkustunda rútuferð á Íslandsmót 2. og 4. flokks sem fram fór í Kórnum í Kópavogi um síðustu helgi. Ekki var að sjá að ferðalagið sæti neitt í þeim, tveir Íslandsmeistaratitlar skiluðu sér austur.

Stúlknalið Þróttar hömpuðu Íslandsmeistaratitlum, bæði í 4. flokki A liða og B liða og piltalið Þróttar hreppti brons í 4. flokki A liða.

Auk þess átti Þróttur lið í 5. sæti B liða í 4. flokki pilta og í 6. sæti í A liða í 4. flokki stúlkna.

Með þessu slógu Þróttarkrakkar glæsilega lokatóninn á gjöfulu keppnistímabili yngri flokka en fjórir Íslandsmeistaratitlar hafa skilað sér austur til yngri flokka Þróttar á þessari leiktíð.

Á myndunum hér til hliðar má sjá nýkrýnda Íslandsmeistra Þróttar í 4. flokki A og B liða stúlkna.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok