Friðrik Reynisson og Glæsir unnu A-flokkinn á Ístöltinu

Friðrik Reynisson og Glæsir frá Lækjarbrekku 2 fóru með sigur af hólmi í A-flokki í Ístölti Freyfaxa sem haldið var í Fossgerði fyrstu helgina í mars. Veðrið setti verulegt strik í reikninginn við mótahaldið.

Hefðin er að halda það á ísilögðu vatni og til stóð að halda það við Tjarnarland eða á Eiðavatni. Því var frestað vikuna áður vegna veðurs og kvöldið fyrir mótsdag kom í ljós að ísinn á Eiðavatni var ekki nógu traustur.

Því var mótið fært á brautina í Fossgerði. Mikil snjókoma og slydda var á meðan mótinu stóð og því nærtækara að tala um krapatölt fremur en ístölt.

Sem fyrr sagði urðu Friðrik og Glæsir hlutskarpastir í A-flokki með einkunnina 8,56. Sigurður J. Sveinbjörnsson og Eyvör frá Neskaupstað urðu í öðru sæti með einkunnina 8,11 og Friðrik Reynisson og Aðall frá Hlíðarbergi í því þriðja með 8,10.

Í B-flokki sigraði Guðbjartur Hjálmarsson á Hulinn frá Sauðafelli með einkunnina 8,26. Einar Ben Þorsteinsson á Eddu frá Egilsstaðbæ sigruðu í opnum flokki með einkunnina 7,00 og Guðrún Harpa Jóhannsdóttir á Gloppu frá Litla-Garði í unglingaflokki með sömu einkunni.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok