Nesmenn Launaflsbikarmeistarar 2022
Launaflsbikarinn fór fram með öðruvísi sniði í ár heldur en áður. Ákveðið var að keppa í 7 manna bolta á móti sem fór fram á Borgarfirði Eystri.
Mótið fór fram sömu helgi og tónlistarhátíðin Bræðslan var á Borgarfirði og skapaðist mikil stemning og gleði á svæðinu. Það voru 5 lið sem tóku þátt í Launaflsbikarnum í ár og var hart barist. Leikar enduðu þannig að lið Nesmanna stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa sigrað UMFB.
Þetta keppnisfyrirkomulag reyndist stórskemmtilegt og var mikil ánægja með mótið.
UÍA vill óska Nesmönnum til hamingju og í leiðinni þakka UMFB fyrir frábært starf við mótahald og umgjörð.
Mynd með fréttinni er af sigurliði Nesmanna.