Sambandsþing UÍA 2022
Nú er búið að boða til Sambandsþings UÍA 2022. Þingið í ár fer fram á Seyðisfirði þann 24. apríl 2022 og hefjast þinghöld kl. 11:00.
Viljum minna á að einungis þau félög sem mæta á þingið og skila inn gögnum í gagnagrunn ÍSÍ eiga rétt á Lottó úthlutun 2022.
Á þinginu verða veittar viðurkenningar til íþróttamanns UÍA 2021 og til handhafa Hermanns- bikarsins, sem er til minningar um Hermann Níelsson. Bikarinn er veittur deild, einstaklingi eða félagi sem hefur staðið fyrir nýsköpun, þróun og uppbyggingu í starfi félags.
Tilnefningar til Hermanns-bikars og Íþróttamanns UÍA skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., ekki seinna en 10. apríl. Eyðublöð til tilnefningar hafa verið send á aðildarfélög UÍA.
Dagskrá þingsins lítur svona út:
11:00 Þingsetning og skipan starfsmanna
a) Þingforseti b) Þingritari
- Skýrsla stjórnar
- Ársreikningur 2021 lagður fram
- Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikning
- Ákvörðun um atkvæðisrétt mættra fulltrúa
- Skýrsla stjórnar og ársreikningar bornir undir atkvæði
- Mál lögð fyrir þingið og umræður um þau
- Hádegismatur og ávörp gesta
- Kosningar
- Viðurkenningar
- Önnur mál og þingslit