Frábær Sumarhátíð að baki
Um síðastliðna helgi fór fram Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar í rjómablíðu á Egilsstöðum. Framkvæmd mótsins gekk vel og voru keppendur um 240 talsins.
UÍA vill þakka öllum gestum kærlega fyrir komuna og sérstakt hrós á þá ótal sjálfboðaliða sem hjálpuðu til við framkvæmd mótsins. Án ykkar væri ekki hægt að halda Sumarhátíð.
Keppt var í sundi, strandblaki, skák, rafíþróttum, körfubolta, pönnubolta, bogfimi, folfi, kökuskreytingum og síðan á sunnudeginum fór fram frjálsíþróttamót á Vilhjálmsvelli.
Myndir af hátíðinni má finna með því að smella hér