Frábær Sumarhátíð að baki

Um síðastliðna helgi fór fram Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar í rjómablíðu á Egilsstöðum. Framkvæmd mótsins gekk vel og voru keppendur um 240 talsins.  
UÍA vill þakka öllum gestum kærlega fyrir komuna og sérstakt hrós á þá ótal sjálfboðaliða sem hjálpuðu til við framkvæmd mótsins. Án ykkar væri ekki hægt að halda Sumarhátíð. 
Keppt var í sundi, strandblaki, skák, rafíþróttum, körfubolta, pönnubolta, bogfimi, folfi, kökuskreytingum og síðan á sunnudeginum fór fram frjálsíþróttamót á Vilhjálmsvelli. 
Myndir af hátíðinni má finna með því að smella hér
 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ