Frábær árangur hjá keppendum UÍA á Meistaramóti í frjálsum 15-22 ára

Tveir keppendur kepptu undir merkjum UÍA og náðu glæsilegum árangri í öllum sínum keppnisgreinum. 

Björg Gunnlaugsdóttir 15 ára er fjórfaldur Íslandsmeistari. Hún náði gulli í langstökki (4,77 m), 200 m hlaupi (27,28 sek), 300 m hlaupi (44,54 sek) og í 600 m hlaupi (1;48,74). Auk þess fékk hún silfurverðlaun í þrístökki (10,63 m) og 100 m hlaupi (12,87 sek).

Tími Bjargar í 600 m hlaupi er nýtt mótsmet í flokki 15 ára stúlkna.

Viktor Ívan Vilbergsson keppti í flokki 16-17 ára og fékk silfurverðlaun í 800 m hlaupi (2:10,68) og bronsverðlaun í 1500 m hlaupi (4:39,04).

Báðir keppendurnir náðu lágmörkum í úrvalshóp FRÍ með árangri sínum, Viktor Ívan í báðum greinum og Björg í 100 m og 200 m.

UÍA óskar Björgu og Viktori til hamingju með góðan árangur

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ