Frábær árangur hjá keppendum UÍA á Meistaramóti í frjálsum 15-22 ára

Tveir keppendur kepptu undir merkjum UÍA og náðu glæsilegum árangri í öllum sínum keppnisgreinum. 

Björg Gunnlaugsdóttir 15 ára er fjórfaldur Íslandsmeistari. Hún náði gulli í langstökki (4,77 m), 200 m hlaupi (27,28 sek), 300 m hlaupi (44,54 sek) og í 600 m hlaupi (1;48,74). Auk þess fékk hún silfurverðlaun í þrístökki (10,63 m) og 100 m hlaupi (12,87 sek).

Tími Bjargar í 600 m hlaupi er nýtt mótsmet í flokki 15 ára stúlkna.

Viktor Ívan Vilbergsson keppti í flokki 16-17 ára og fékk silfurverðlaun í 800 m hlaupi (2:10,68) og bronsverðlaun í 1500 m hlaupi (4:39,04).

Báðir keppendurnir náðu lágmörkum í úrvalshóp FRÍ með árangri sínum, Viktor Ívan í báðum greinum og Björg í 100 m og 200 m.

UÍA óskar Björgu og Viktori til hamingju með góðan árangur

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok