Fjórir austfirskir blakarar valdir í U 19 landsliðin.

Landsliðsþjálfarar U19 ára landsliðanna hafa tilkynnt lokahópa sína fyrir NEVZA mótið í Ikast um miðjan október. Fjórir austfirskri blakarar eru í hópnum þau Ragnar Ingi Axelsson, María Rún Karlsdóttir og Heiða Elísabet Gunnarsdóttir öll frá Þrótti og Gígja Guðnadóttir úr Leikni.

 

U19 ára landsliðin fara til Ikast í Danmörku 12. október næstkomandi. Undanfarnar vikur hafa verið landsliðsæfingar og endanlegur hópur var valinn eftir síðustu helgi þegar liðin æfðu í Mosfellsbænum. Um næstu helgi munu bæði lið taka þátt í Haustmóti BLÍ sem er kjörinn undirbúningur fyrir keppnina úti um miðjan október.

Til hamingju með þetta efnilegu blakarar og gangi ykkur vel.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ