Fjórir Íslandsmeistaratitlar austur

Frjálsíþróttakeppendur UÍA röðu inn verðlaunum á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór á Sauðarkróki um síðustu helgi. Fjórir Íslandsmeistaratitlar skiluðu sér austur auk annara verðlauna og fjölda bætinga.

 

Daði Þór Jóhannsson sigraði hvoru tveggja í 800 m hlaupi og þrístökki 15 ára drengja, auk þess að taka silfur í langstökki.

Mikael Máni Freysson vann til gullverðlauna í þrístökki 16-17 ára drengja, varð annar í langstökki og þriðji í hástökki.

Hrefna Ösp Heimisdóttir varð hlutskörpust í 400 m hlaupi stúlkna 16-17 ára

Helga Jóna Svansdóttir hlaut silfurverðlaun í kringlukasti 16-17 ára stúlkna og brons í 100 m hlaupi

Aðalheiður Sjöfn Helgadóttir varð önnur í sleggjukasti 16-17 stúlkna og Eyrún Gunnlaugsdóttir nældi í silfur í spjótkasti 16-17 ára stúlkna.

Um 200 keppendur frá 16 félög tóku þátt í mótinu sem gekk eins og best verður á kosið.

Lovísa Hreinsdóttir þjálfari frjálsíþróttadeildar Hattar fylgdi hópnum og aðspurð um ferðina sagði hún: ,,Það sannast enn á ný að keppendur frá UÍA eru í fremstu röð í sínum aldursflokkum á landinu, og gefa stóru félögunum ekkert eftir. Krakkarnir okkar stóðu sig vel innan vallar og utan og er gaman að sjá hversu ríkur hluti félagslegi þátturinn er. Allir að hvetja og styðja hvert annað hvort sem þeir eru í sama liði eða ekki."

 

Á myndinni hér til hliðar má sjá Daða Þór Jóhannsson efstan á palli, en hann tók tvo Íslandsmeistaratitla um helgina. Lovísa Hreinsdóttir myndaði.

 

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ