Ferðasaga | Glímukappar UÍA í Skotlandi

Glímusamband Íslands fór í æfinga- og keppnisferð til Skotlands með unglingalandslið Íslands 30.júlí til 3.ágúst. Frá UÍA fóru 3 keppendur, þær Bylgja Rún Ólafsdóttir, Kristín Embla Guðjónsdóttir og Rebekka Rut Svansdóttir. Þessi ferð var í samstarfi við Skoska Back-hold sambandið og einnig voru þar Frakkar sem bættust í hópinn.

 

Flogið var til Glasgow fimmtudaginn 30. júlí, þaðan var farið til Edinborgar til þess að kaupa skotapils sem keppt var í á Sunnudeginum. Eftir það var svo keyrt til Dundee og þaðan á Skátasvæðið þar sem æfingabúðirnar voru. Æfingarnar byrjuðu svo á föstudeginum, og æft var Backhold (Skotland), Gouren (Frakkland) og Glímu (Ísland). Á laugadeginum var svo sama æfingarfyrirkomulagið. Á sunnudeginum var farið á hálandaleika þar sem var keppt í Backhold. Íslendingum gekk mjög vel og Bylgja Rún hafnaði í 2. sæti í opnum flokki unglinga og 5. sæti í opnum flokki fullorðinna og Kristín Embla hafnaði í 3. sæti í opnum flokki unglinga. Á mánudeginum var síðan flogið til Íslands og á þriðjudeginum flugu fulltrúar UÍA austur.

  Þessi ferð var mikið meira en bara æfinga – og keppnisferð, þar sem fullt af nýjum vinum bættust í hópinn frá Skotlandi, Frakklandi og einnig frá Íslandi.

 

Fararstjórar voru þau Ólafur Oddur Sigurðsson, Jóhanna Margrét Árnadóttir og Guðmundur Stefán Gunnarsson

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ