Vigdís Diljá er sumarstarfsmaður UÍA

Fyrsta verk sumarstarfsmanna á Héraði er jafnan að moka snjóÁ dögunum hóf Fellbæingurinn Vigdís Diljá Óskarsdóttir störf sem nýr sumarstarfsmaður hjá UÍA. Vigdís Diljá er fædd á svæðinu og uppalin í kringum íþróttastarf Hattar, þó mest í kringum fimleikana. Vigdís stundar nám í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri auk þess er hún fulltrúi UÍA í Ungmennaráði UMFÍ, sem staðið hefur fyrir metnaðarfullum verkefnum á síðustu misserum. Þar má nefna ungmennaskipta verkefnið Snjóboltann (The Snowball), ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði auk leiðtogasólarhrings á Laugarvatni.

Við bjóðum Vigdísi Diljá velkomna til starfa.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ