Árni Óla hlýtur starfsmerki UÍA
Árni Ólason hlaut á dögunum starfsmerki UÍA en það er veitt fyrir ötult starf í þágu æskulýðs- og íþróttamála í fjórðungnum. Árni hefur á marga vegu komið að íþróttalegu uppeldi barna og unglinga og þannig stuðlað að aukinni lýðheilsu í samfélaginu. Hann var um árabil með Íþróttaskólann fyrir yngsta íþróttafólkið, kenndi sömuleiðis lengi vel íþróttir við Menntaskólann á Egilsstöðum. Árni sat í stjórn Knattspyrnusambands Íslands um tíma en situr nú í stjórn Knattspyrnudeildar Hattar en hann er fyrir mörgum holdgerfingur þeirrar deildar. Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands er afar þakklátt fyrir fólk eins og Árna.