Árni Óla hlýtur starfsmerki UÍA

Árni Ólason hlaut á dögunum starfsmerki UÍA en það er veitt fyrir ötult starf í þágu æskulýðs- og íþróttamála í fjórðungnum. Árni hefur á marga vegu komið að íþróttalegu uppeldi barna og unglinga og þannig stuðlað að aukinni lýðheilsu í samfélaginu. Hann var um árabil með Íþróttaskólann fyrir yngsta íþróttafólkið, kenndi sömuleiðis lengi vel íþróttir við Menntaskólann á Egilsstöðum. Árni sat í stjórn Knattspyrnusambands Íslands um tíma en situr nú í stjórn Knattspyrnudeildar Hattar en hann er fyrir mörgum holdgerfingur þeirrar deildar. Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands er afar þakklátt fyrir fólk eins og Árna.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok