Skíðaslúttfútt hjá Skíðafélagi Fjarðarbyggðar
Iðkenndur og foreldrar hjá skíðafélagi Fjarðabyggð luku skíðavetrinum með smá skemmtun í og við Grunnskólann á Eskifirði síðast liðna helgi. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur yfir veturinn auk þess sem allir iðkendur úr Stubbaskólanum, sem er skíðanámskeið fyrir þau yngstu, fengu viðurkenningar.
Eftir að búið var að grilla ofan í liðið héldu Ísland got Talent stjörnurnar, BMX Brós, velheppnaða sýningu fyrir viðstadda. Krakkarnir spiluðu svo nýstárlega útfærslu af bingói meðan foreldrarnir funduðu um stöðu mála hjá félaginu.
Það var flottur hópur skíðaiðkanda úr Fjarðabyggð sem fór fagnandi út í sumarið og hlakkar til að koma sterk inn næsta vetur.