Eva Dögg Jóhannsdóttir íþróttamaður UÍA 2014

Eva Dögg Jóhannsdóttir, glímukona úr Val á Reyðarfirði, var á sambandsþingi UÍA, útnefnd íþróttamaður UÍA 2014.  Á árinu sigraði hún meðal annars í -65 kg flokki kvenna og varð í 2.sæti í opnum flokki í Landsflokkaglímu Íslands og í öðru sæti í glímunni um Freyjumenið. Hún keppti erlendis á Hálandaleiknum þar sem hún sigraði í opnum flokki kvenna í backhold. Vert er að geta þess að Eva Dögg æfir einnig frjálsíþróttir. Hún er metnaðarfullur íþróttamaður og reiðubúin að gefa af sér til yngri iðkenda en hún bæði dæmir og þjálfar glímu.

 

Eva Dögg gat því miður ekki sótt þingið og tekið við bikarnum þar sem hún stóð í ströngu í keppni á Íslandsglímunni sem fram fór á Reyðarfirði sama dag. Þar sigraði Eva Dögg Freyjumenið og hlaut einnig Rósina fyrir fallegustu glímurnar.

Við óskum Evu Dögg innilega til hamingju með titilinn og árangurinn í Íslandsglímunni.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok