Skapleg spá á þingdag

Veðurstofa Íslands spáir austanátt og rigningu eða slyddu á Austfjörðum á morgun en þá verður þing UÍA haldið á Hallormsstað og hefst klukkan ellefu. Því á svo að ljúka klukkan fimm. Það óveður sem gengur yfir fjórðunginn í kvöld á að ganga niður í nótt. Ekki er spáð hvassviðri aftur fyrr en annað kvöld og er þá vonandi að þingfulltrúar verði komnir heim til sín. Stjórn UÍA fylgist áfram grannt með veðurspánni en miðað við núverandi spár (17:00 á föstudegi) telur stjórnin réttast að standa við áður boðað þing.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ