Úrslitahátíð Bólholtsbikarsins á sunnudag
Bólholtsbikarinn verður hafinn á loft í fimmta sinn á sunnudag en þá fer Úrslitahátíð keppninnar fram í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Í ár tóku fjögur lið þátt, Austri, Ásinn, Höttur drengjalið og Sérdeildin. Í vetur hafa liðin spilað níu umferðir, heima og heiman og munu tvö stigahæstu liðin Höttur og Ásinn takast á um bikarinn og tvö stigalægstu liðin Sérdeild og Austri eigast við um bronsið.
Sérdeildin hefur verið sigursæl í keppninni frá upphafi og hefur hampað bikarnum þrivsvar sinnum, 2011,2012 og 2014. Ásinn sigraði árið 2
013. Spennandi verður að sjá í höndum hverra bikarinn góði, lendir í ár.
Dagskrá dagsins er á þessa leið:
12:00-13:30 Bronsleikur Bólholtsbikars ´Sérdeild-Austri
13:30 - 14:15 Körfuboltaþrautir og -gleði!
14:15-15:45 Úrslitaleikur Bólholtsbikars Höttur-Ásinn
15:45 Verðlaunaafhending
Frítt inn og allir velkomir.
Á myndinni má sjá ríkjandi Bólholtsbikarsmeistara í Sérdeildinni