Sundsamband Íslands heimsækir Austurland um helgina

Sundsamband Íslands heimsækir Austurland um helgina og fræðir bæði börn og fullorðna um eitt og annað sem viðkemur sundíþróttinni.

Dagskráin Sundsambandsins fer fram á Eskifirði á laugardag en þar verður Hennýjarmót á sunnudag. Jacky Pellerin landsliðsþjálfari og landsliðsmenn í sundi liðsinna þjálfurum og iðkendum en að auki munu stjórnarmenn úr SSÍ fræða foreldra um starfsemi sambandsins, mótadagskrá og eitt og annað sem gott er fyrir sundforeldra að vita. Einnig verður boðið uppá dómaranámskeið.

Drög að dagskrá eru eftirfarandi:

 

Fyrir aðstandendur, þjálfara, íþróttakennara og aðra þá sem áhuga kunna að hafa:

Kl. 11:30-14:00

Á þessum tíma verður hægt að vera á tveimur fundum báðir í grunnskólanum á Eskifirði. Annars vegar með stjórnarmanni SSÍ og hins vegar með landsliðsþjálfara.

Fundur með stjórnarmanni SSÍ þar sem farið verður yfir:

Starfsemi sambandsins

kynningu á mótadagatali sambandsins og „sundmót með fríðindum“ kynnt

farið yfir punkta frá mótastjóra sambandsins varðandi mótaforritið Splash

hvað þýðir það að vera foreldri sundmanns, hvað þarf til og hvernig er það öðruvísi en að eiga krakka í öðrum íþróttum eða er enginn munur? Skiptir máli hvort sundmaður er afreksmaður eða ekki?

Farastjórn og samvinna lítilla félaga á ferðalögum, hvernig getum við sem foreldrar stuðlað að vexti sundsins í okkar heimahéraði

Grunnskólamót SSÍ kynnt

 

Fundur með landsliðsþjálfara þar sem farið verður yfir:

Hvernig byggjum við upp tímabil

Talað um æfingar, uppbyggingu æfinga þannig að þær nýtist sundmönnum sem best

Langtímamarkmið fyrir sundmenn (LTDA)

Kynning á módeli fyrir grunnskólamóti

Annað sem þjálfarar vilja ræða.

 

Kl. 14-17

Dómaranámskeið. Ólfur Baldursson yfirdómari verður með dómaranámskeið fyrir foreldra og aðra þá sem áhuga hafa á því að ná sér í réttindi til dómgæslu á sundmótum. Á laugardegi er bóklegi hlutinn og sá verklegi verður á Hennýjarmótinu á sunnudeginum.

Fyrir sundmenn:

Kl. 11:30-14

Landsliðsfólk hittir sundmenn og á með þeim spjall um líf sitt sem afreksmenn í sundi. Einnig  munu ræða um hvernig daglegt líf er og hvað þarf að gera til að ná langt í íþróttinni. Þau munu vera með þeim í landæfingu og stýra því. Sundmenn munu svo fá sér snæðing fyrir sundæfingu

14-15:30

Sundæfing með landsliðsþjálfara. Sundmenn munu fara á æfingu með þjálfara og landsliðsfólki. Þjálfarar sundmanna munu taka þátt í æfingunni en landsliðsþjálfari stýrir henni.

15:50-17:00

Nasltími eftir æfingu. Að því loknu mun landsliðsþjálfari tala við hópinn.

Sunnudagur: Hennýjarmótið frá kl. 10-16

Varðandi skráningar á Hennýjarmót þá má nálgast skráningarblað og upplýsingar um greinar hér. Skráningum skal skila sem fyrst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Mótsgjald er 1500 kr og innifalið í því er pizzuveisla.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ