Ólafía Ósk á góðri siglingu í Svíþjóð

Framganga og framfari Ólafíu Óskar Svanbergsdóttur 12 ára sundstúlku í Þrótti, hafa vakið athygli að undaförnu enda hefur hún staðið sig vel bæði á mótum hérlendis og erlendis. Nú í febrúar síðastliðinum tók Ólafía Ósk þátt í alþjóðlegri sundkeppni fatlaðra á Malmö Open. Þar bætti hún persónulegan árangur sinn í öllum greinum og vann tvenn silfurverðlaun í 50 og 25 m skriðsundi og bronsverðlaun í 25 m baksundi.

 

Ólafía Ósk tekur þátt í ýmsum verkefnum á vegum Íþróttafélags fatlaðra þessa dagana, sækir æfingbúðir suður og æfir af kappi. Í sumar mun hún fara í sitt fyrsta landsliðsverkefni er hún keppir fyrir Íslands hönd á Norrænu barna og unglingamóti sem fram fer í Færeyjum í byrjun júlí.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ