Austfirsk ungmenni kalla eftir meiri samveru þvert yfir sveitarfélög, fjöll og firði

Æskulýðsvettvangurinn hefur í vetur verið á ferð um landið með æskulýðsráðstefnuna Komdu þínu á framfæri. Ungmennum á Austurlandi gafst kost á að koma sínu á framfæri í vikunni sem leið, er Æskulýðsvettvangurinn heimsótti fjórðunginn og fundaði með ungmennum og stjórendum annars vegar í Fjarðabyggð og hinsvegar á Fljótsdalshéraði.

Markmið ráðstefnunnar er að vetia ungu fólki tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri við þá sem bera ábyrgð á málefnum ungs fólks í viðkomandi sveitarfélögum. Viðfangsefni fundanna er skipt upp í fjóra flokka eða menntun, samfélagið mitt, æskulýðs- og íþróttamála og menningu og listir.

Á fjórða tug ungmenna og stjórenda í æskulýðsmálum mættu til leiks á Stöðvarfjörð og ræddu um það  sem má betur fara að mati unga fólksins, en einnig það sem gott er og vel gert. Meðal þeirra hugmynda sem fram komu var að mikilvægt væri að skapa oftar vettvang fyrir ungt fólk á Austurlandi til að hittast, kynnast og gera eitthvað skemmtilegt saman. Einng var bent á að þó margskonar íþróttastarf væri í boði í Fjarðabyggð, og nokkuð mismunandi á milli byggðakjarna þá væri gaman að auka framboð íþrótta og tómstunda enn frekar, og kallað eftir handbolta og körfubolta, skautasvelli, frjálsra íþróttum, fimleikum og skátastarfi.

Fundurinn á Fljótsdalshéraði var sá fjölmennasti í fundaherferð ÆV um landið en þar mættu rúmlega 60 ungmenni og stjórendur og ræddu lífið og tilveruna á Héraði eins og hún blasir við unga fólkinu. Þar var ungmennunum tíðrætt um plássleysi í íþróttahúsinu og kallað eftir auknu samstarfi milli íþróttagreina. Óskað var eftir meiri fjölbreyttni í námsmöguleikum s.s. í verk- og tæknigreinum og hverskonar listnámi. Ungmenni á Héraði tóku undir með jafnöldrum sínum í Fjarðabyggð um að gaman væri að ungt fólk á öllu Austurlandi ætti oftar möguleika á sameiginlegum viðburðum og einnig að auka mætti samskipti og tengsl milli skólastiga, bekkja og aldurshópa.

Að loknum ráðstefnunum kynnti Sabína Steinunn Halldórsdóttir norræna lýðháskóla og ýmis ungmennaverkefni á vegum UMFÍ.

Ragnheiður Sigurðardóttir verkefnastjóri Æskulýðsvettvangsins var ánægð með hvernig til tókst hér eystra  ,,Ferðin austur tókst mjög vel til. Þrátt fyrir stormviðvaranir og erfiða færð var algjör metþátttaka í  verkefninu fyrir austan. Ríflega 40 þátttakendur mættu á Stöðvarfjörð og um 65 manns á Egilsstöðum. Ánægjulegt vað að heyra hvað ungmenni eru glöð og ánægð með sitt nær samfélag og geta hvergi annarsstaðar hugsað sér að búa. Þátttakendur voru á aldrinum 14 - 20 ára en oftar en ekki mjög sammála og samstíga í því sem þau vildu koma á framfæri. Á næstu vikum verður send samantekt frá fundunum til þeirra stjórnenda sem sóttu fundinn".

 

Mynd frá umræðum um íþrótta og æskulýðsmál á Héraði.

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok