Flottur árangur hjá fimleikdeild Hattar á Íslandsmót í hópfimleikum

 

Um síðustu helgi var Íslandsmót Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum haldið af Gerplu í Kópavogi.  Þetta er eitt stærsta mót sem Fimleikasambandið hefur haldið en á mótið voru skráðir um 800 keppendur á aldrinum  9-17 ára.  Frá fimleikadeild Hattar fóru  63 keppendur.  Keppendur voru á aldrinum 9-17 ára.

Öll lið fimleikadeildar Hattar eru í A-deild en á haustmóti raðast lið niður í deildir og er það okkur mikið ánægjuefni að vera í þeirri deild.

 

Fimleikadeildin fór með stóran hóp af ungum keppendum, 9 ára sem voru að keppa í fyrsta skipti á FSÍ móti.

Af gömlum vana var ferðin vel nýtt til æfinga í fimleikahúsum höfuðborgarinnar og nutu iðkendur deildarinnar þess til hið ítrasta.  Iðkendur nýttu tækifærið vel og fóru heim með ný stökk í fararteskinu sem vonandi verður hægt að framkvæma heima á Héraði.

 

Úrslit mótsins hjá liðum Hattar voru á þessa leið:

5 flokkur - 9 ára

2.sæti

4 flokkur - 10-11 ára

3.sæti

3 flokkur - 12-13 ára

3.sæti

2 flokkur mix - 14-15 ára

2.sæti

1 flokkur - 13-17 ára

6.sæti

Hér á myndinni má sjá 4. flokks lið Hattar. Fleiri myndir af liðunum má finna á facebook síðu UÍA.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ