Flottur árangur hjá fimleikdeild Hattar á Íslandsmót í hópfimleikum

 

Um síðustu helgi var Íslandsmót Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum haldið af Gerplu í Kópavogi.  Þetta er eitt stærsta mót sem Fimleikasambandið hefur haldið en á mótið voru skráðir um 800 keppendur á aldrinum  9-17 ára.  Frá fimleikadeild Hattar fóru  63 keppendur.  Keppendur voru á aldrinum 9-17 ára.

Öll lið fimleikadeildar Hattar eru í A-deild en á haustmóti raðast lið niður í deildir og er það okkur mikið ánægjuefni að vera í þeirri deild.

 

Fimleikadeildin fór með stóran hóp af ungum keppendum, 9 ára sem voru að keppa í fyrsta skipti á FSÍ móti.

Af gömlum vana var ferðin vel nýtt til æfinga í fimleikahúsum höfuðborgarinnar og nutu iðkendur deildarinnar þess til hið ítrasta.  Iðkendur nýttu tækifærið vel og fóru heim með ný stökk í fararteskinu sem vonandi verður hægt að framkvæma heima á Héraði.

 

Úrslit mótsins hjá liðum Hattar voru á þessa leið:

5 flokkur - 9 ára

2.sæti

4 flokkur - 10-11 ára

3.sæti

3 flokkur - 12-13 ára

3.sæti

2 flokkur mix - 14-15 ára

2.sæti

1 flokkur - 13-17 ára

6.sæti

Hér á myndinni má sjá 4. flokks lið Hattar. Fleiri myndir af liðunum má finna á facebook síðu UÍA.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok