Komdu þínu á framfæri á Austurlandi

 

Æskulýðsvettvangurinn fer nú um landið með ungmennaráðstefnuna Komdu þínu á framfæri og fara tvær slíkar ráðstefnur fram hér á Austurlandi, 25. febrúar í Fjarðabyggð  og 26. febrúar á Fljótsdalshéraði.

Ráðstefnan er ætluð ungu fólki (15 ára - 30 ára), og þeim aðilum sem fara með málefni ungs fólks s.s. hjá sveitarfélögum, í íþrótta- og tómstundastarfi og víðar.

Á ráðstefnunni er unnið markvisst að því að gefa ungu fólki kost á að tjá hug sinn og skoðanir á málefnum sem það varðar og skapa brú á milli þess og þeirra sem starfa að og bera ábyrgð á málefnum ungmenna.

 

Viðfangsefni fundarins er skipt upp í fjóra flokka, menntun, íþróttir og æskulýðsmál, samfélagið mitt og listir og menning. Fundarformið skiptist upp í fjórar 20 mín lotur. Allir þátttakendur fá að koma sínum skoðunum á framfæri í öllum flokkunum.

Að ráðstefnu lokinni mun Sabína Steinunn Halldórsdóttir kynna ungmennastarf UMFÍ og norræna lýðháskóla sem íslenskum ungmennum gefst kostur á að stunda nám við.

Allt ungt fólk er hjartanlega velkomið, þátttaka er ókeypis og léttar veitingar í boði.

 

Miðvikudaginn 25. febrúar fer ráðstefnan Komdu þínu á framfæri fram í Grunnskóla Stöðvarfjarðar og hefst kl 13:00. Að lokinni ráðstefnu og kynningu UMFÍ verður boðið uppá

kynnisferð í Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði. Nánari upplýsingar um Komdu þínu á framfæri í

Fjarðabyggð veitir Guðmundur Halldórsson íþrótta- og tómstundafulltrúi, guðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..


Fimmtudaginn 26. febrúar gefst ungu fólki á Fljótsdalshéraði kostur á að koma sínu á framfæri og fræðast um ungmennastarf UMFÍ og hina ýmsu norrænu lýðháskóla. Ráðstefnan fer fram Menntaskólanum á Egilsstöðum og hefst kl. 13:30. Adda Steina Haraldsdóttir

tómstunda og forvarnarfulltrúi veitir nánari upplýsingar, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Hvetjum ungt fólk til að fjölmenna og koma skoðunum sínum á framfæri.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok