Opið hús hjá kajakklúbbnum Kaj
Opið hús verður hjá kajakklúbbnum Kaj fimmtudagskvöldið 11. nóvember kl 20 í félagsaðstöðunni í fjörunni neðan við Norðfjarðarkirkju á Norðfirði.
Undanfarin ár hefur kajakklúbburinn tekið þátt í dögum myrkurs. Fjöldi fólks hefur heimsótt félagsaðstöðuna. Þar hefur verið sköpuð skemmtileg stemming með myndasýningum, spjalli og léttum veitingum.
Hvetjum félagsmenn, velunnara sem og aðra áhugasama til að eiga með Kaj skemmtilega kvöldstund.
Í Þórsskúr er unnið að því að einangra útveggi og félagsaðstaðan klúbbsins enn í uppbyggingu og þröngt um allt meðan svo er. Uppbyggingin er að mestu unnin í sjálfboðastarfi en fjöldi aðila hafa lagt sitt af mörkum, og skal þar helst nefna Samvinnufélag útgerðarmanna sem styrkt hafa uppbygginguna fjárhagslega.
Nánari upplýsingar um Kaj má finna á heimasíðu klúbbsins