UMF Leiknir sjötugur

Ungmennafélagið Leiknir á Fáskrúðsfirði fagnaði 70 ára afmæli sínu nú á dögunum.

 

Í tilefni þess var blásið til þríþrautarkeppni, þar sem ungir sem aldnir spreyttu sig á að synda, hjóla og hlaupa. Ungmennafélagsandinn var þar í fyrirrúmi og höfðu þátttakendur gott og gaman af.

Síðar um daginn var efnt til hátíðarsamkomu í skólamiðstöðinni,  snædd var dýrindis afmæliskaka, og afmælisbarnið heiðrað með margvíslegum hætti. Jakob Skúlason fulltrúi frá KSÍ veitti þeim Steinunni Björgu Elísdóttur og Steini Jónassyni starfsmerki KSÎ fyrir mikið og gott starf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar. Steinn Jónasson formaður Leiknis sæmdi Gísla Jónatanssyni gullmerki UMF Leiknis fyrir dyggan stuðning við félagið.

Til hamingju með áfangan Leiknismenn og -konur.

Hér á myndinni má sjá Elínu Rán Björnsdóttur formann UÍA færa Steini Jônassyni formanni Leiknis blóm og árnaðaróskir.

Myndir og frekari umfjöllun má finna á heimasíðu knattspyrnudeildar Leiknis

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok