Úrvalshópur UÍA í frjálsum íþróttum

Frjálsíþróttaráð UÍA, hefur komið á laggirnar Úrvalshóp UÍA í frjálsum íþróttum. Lámörk eru inn í hópinn og er hann fyrst og fremst hugsaður til að styðja við og stykja iðkendur sem skara fram úr, í frjálsum íþróttum hér eystra og efla þá til að ná enn lengra.

 

Sex einstaklingar hafa nú þegar náð lágmörkum inn í hópinn og hafa fjórir þeirra einnig náð lámörkum inní Úrvalshóp FRÍ. Hópurinn hittist í gær, og var þá farið yfir persónueg markmið hvers og eins fyrir komandi keppnistímabil.

Hér á myndinni má sjá Örvar Guðnason, Daða Fannar Sverrisson, Erlu Gunnlaugsdóttir og Heiðdísi Sigurjónsdóttir,

Bjarmi Hreinsson og Árdís Ósk Aðalsteinsdóttir hafa einnig náð lágmörkum inní hópinn.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok