Sambandsráðsfundur UMFÍ á Egilsstöðum
37. Sambandsráðsfundur UMFÍ fór fram á Egilsstöðum 16. október síðastliðinn. Þar var meðal annars undirritaður samstarfssamningur milli UMFÍ og UÍA um framkvæmd 14. Unglingalandsmóts UMFÍ sem fara mun fram á Egilsstöðum næsta sumar.
Auk þess fór Björn Ármann Ólafsson formaður Unglingalandsmótsnefndar með fundarmönnum í skoðunarferð um bæinn og sýndi þeim keppnissvæði Unglingalandsmóts. Ekki var annað að sjá en fundarmönnum litist vel á aðstöðuna og hlökkuðu til að koma austur næsta sumar.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Elínu Rán Björnsdóttur, formann UÍA og Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur, formann UMFÍ undirrita samstarfssamninginn.