Glímufólk UÍA gerir það gott á Meistaramóti Íslands

Glímufólk innan vébanda UÍA lagði land undir fót síðastliðna helgi og tók þátt í Meistaramóti Íslands og Sveitaglímu Íslands 15 ára og yngri og fyrstu umferð í Meistaramóti Íslands 16 ára og eldri. Mótin fóru fram á Selfossi og átti UÍA 22 keppendur á þeim.

 

Mótin voru í alla staði vel heppnuð og skemmtileg og stóðu keppendur sig með stakri prýði. UÍA eignaðist tvær sigursveitir; sveit 10 og 11 ára stráka sem skipuð var Pálma Þór Jónassyni, Stefáni Halldóri Ârnasyni, Viktori Páli Magnússyni, Kristófer Leó Ingasyni og Mána Snæ Ólafssyni, og sveit 14 og 15 ára stúlkna sem skipuð var Evu Dögg Jóhannsdóttur, Heklu Maríu Samúelsdóttur og Þuríði Lillý Sigurðardóttur. Sveit 12 og 13 ára stráka, sem skipuð vara Haraldi Eggert Ómarssyni, Yngvari Orra Guðmundssyni og Benjamín Fannari Árnasyni hafnaði í öðru sæti.

Í einstaklingskeppni hreppti UÍA fern gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og fimm bronsverðlaun. Viktor Páll Magnússon sigraði í -42 kg flokki stráka 11-12 ára, Benjamín Fannar Árnason sigraði í -55 kg flokki 12-13 ára stráka, Svanur Ingi Ómarsson sigraði í +68 kg flokki 14-15 ára stráka og Patrekur Trostan Stefánsson sigraði í +68 kg flokki stráka.

Silfur hrepptu Hjalti Þórarinn Ásmundsson í unglingaflokki +80 kg, Laufey Frímannsdóttir í kvennaflokki +65 kg og Þuríður Lillý Sigurðardóttir í flokki 14-15 ára stúlkna.

Brons hlutu Ásmundur Hálfdán Ásmundsson í unglingaflokki +80 kg, Hjörtur Elí Steindórsson í unglingaflokki -80 kg, Yngvar Orri Guðmundsson í flokki stráka 12-13 ára 55 kg og Pálmi Þór Jónasson í flokki stráka 10-11 ára +42 kg.

Í heildarstigakeppni mótsins hafnaði lið UÍA í öðru sæti. Óskum við keppendum, þjálfurum og liðstjórum innilega til hamingju með frábæran árangur.

Heildarúrslit mótsins má finna hér

Myndir af mótinu má sjá hér

Glimufólk UÍA kemur flest allt frá Reyðarfirði en þar hefur löngum verið öflugt glímustarf. Þar æfa nú um 30 börn og unglingar, sem öll eru staðráðin í að vera í toppformi í vetur og næsta sumar enda margt framundan. Aðalsteinsbikarinn verður 27. desember, Grunnskólamót Íslands 2. apríl og sama dag sjálf Íslandsglíman þar sem keppt er um Grettisbeltið og Freyjumenið. Að sjálfsögðu mun svo glímulið UÍA mæta glaðbeitt til leiks á Unglingalandsmót á Egilsstöðum næsta sumar.

Gaman verður að fylgjast með þessum fima og kröftuga glímufólki okkar áfram.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok