Ályktun um íþróttaslysasjóð
Stjórn UÍA hefur samþykkt eftirfarandi ályktun um íþróttaslysasjóð.
"Stjórn UÍA lýsir yfir þungum áhyggjum af framtíð íþróttaslysasjóðs. Á sama tíma og ásókn í sjóðinn margfaldaðist skerti heilbrigðisráðuneytið framlag sitt. Endurgreiðsluhlutfall fyrir árið 2009 hefur því verið lækkað og afgreiðslu umsókna fyrir árið 2010 frestað. Kostnaður við læknisþjónustu og sjúkraþjálfun hefur einnig hækkað.
Stjórn UÍA telur sjóðinn þarfan fyrir íslenskt íþróttafólk. Stjórn UÍA skorar á heilbrigðisráðherra að endurskoða ákvörðun sína um að skerða framlög í sjóðinn og lýsir yfir fullum stuðningi við stjórn ÍSÍ í viðræðum við ráðherra um framtíð sjóðsins í haust."