Austurlandsmót í dráttarvélaakstri

Þórarinn Páll Andrésson, betur þekktur sem Tóti á Fljótsbakka, varð á föstudag Austurlandsmeistari í dráttarvélaakstri.

Brautin var gerð eftir þeim brautum sem keppt er í á landsmótum UMFÍ. Þar þurfa keppendur að setja lyftaragaffla á, hlaða á tengivagn, setja vagninn aftan í. Síðan er keyrt um brautina, farið í gegnum hlið, bakkað á snúningsplani, bakkað í gegnum svigbraut og síðan keyrt aftur til baka og skilið við vélina eins og hún var í upphafi.

Refsistig eru gefin fyrir að snerta hliðin og vera lengur en tíu mínútur í brautinni. Að auki missa menn stig fyrir lélegt aksturslag og ef þeir drepa á vélinni.

Til að flýta fyrir keppninni voru keppendur aðeins látnir keyra í gegnum brautina með vagninn og bakka þar sem við átti. Stig fyrir tíma voru gefin út frá því að sá sem hraðast ók fékk flest stig og síðan koll af kolli, líkt og í formúlunni.

Starfsmenn UÍA aðstoðuðu við keppnishaldið. Mótið var hluti af dagskrá Ormsteitis.

Úrslit
1. Þórarinn Páll Andrésson, Fljótsbakka. 74,5 stig.
2. Jón Björgvin Vernharðsson, Möðrudal, 73,5 stig.
3. Þorsteinn Snædal, Skjöldólfsstöðum, 70 stig.
4. Agnar Benediktsson, Hofteigi, 65,5 stig.
5. Hörður Guðmundsson, Refsmýri, 64 stig.
6. Baldur Grétarsson, Kirkjubæ, 62 stig.
7. Tóti á Straumi, 60 stig.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok