Valinn í landsliðið í mótórkrossi

Hjálmar Jónsson, Akstursíþróttafélaginu START hefur verið valinn í íslenska landsliðið í mótórkrossi. Bæði hann og yngri bróðir hans hafa náð frábærum árangri á Íslandsmótinu í sumar.

 

Hjálmar verður í íslenska landsliðinu sem tekur þátt í heimsmeistarakeppni landsliða um miðjan næsta mánuð. Keppnin verður í Denver, Colorado í Bandaríkjunum. Hjálmar keppir í opnum flokki, þeim sama og hann keppir í í Íslandsmótinu, en þrír efstu í keppninni voru valdir í landsliðið.

 

Yngri bróðir Hjálmars, Björgvin Jónsson, er í öðru sæti í unglingaflokki í Íslandsmótinu og á möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitin ráðast í seinasta móti ársins. Björgvin hefur komist á verðlaunapall í öllum mótum sumarsins og unnið tvö þeirra.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ