Fram í 100 ár

Eitt hundrað ára afmæli Ungmennafélagsins Fram í Hjaltastaðaþingá var fagnað í gær með samkomu við félagsheimilið Hjaltalund. Félagið var á sínum tíma drífandi við byggingu heimilisins, íþróttaaðstöðu þar í kring og hefur síðan lagt rækt við umhverfi staðarins.

Félagið var endurreist í vor eftir að hafa legið í dvala í um tuttugu ár. María Guðbjörg Guðjónsdóttir, Laufási, var þá kjörin formaður, Dagbjartur Jónsson ritari og Sigbjörn Sævarsson gjaldkeri.

Á afmælishátíðinni í gær var meðal annars snyrtilegasta býlið í ábúð í sveitinni kosið en sá heiður fór til Dala. Boðið var upp á ratleik í skóginum við Hjaltalund, keppt í boðhlaupi og rúllubaggaveltu.

Framkvæmdastjóri UÍA færði Fram heillaóskir frá sambandinu og bókina "Vormenn Íslands - saga UMFÍ í 100 ár" að gjöf.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok