Ný stjórn UMF Ássins

Ný stjórn Ássins. Frá vinstri: Margrét Dögg, Elín Adda, Eiríkur Þorri og Gunnþór. Á myndina vantar Elínu Káradóttur.Kynslóðaskipti urðu í stjórn UMF Ássins sem var kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Brúarásskóla í gær. Eiríkur Þorri Einarsson er nýr formaður félagsins.

Auk Eiríks eru í nýju stjórninni Margrét Dögg Guðgeirsdóttir, Elín Káradóttir, Gunnþór Jónsson og Elín Adda Steinarsdóttir en til marks um kynslóðaskiptin má nefna að móðir Elínar Öddu var gjaldkeri fráfarandi stjórnar. Enginn í gömlu stjórninni, sem setið hafði frá árinu 2003, gaf kost á sér áfram. Varamenn í stjórn eru Sigríður Sigurðardóttir og Stefán Fannar Steinarsson.

Hugur er í félögum í Ásinum sem hafa ráðist í gerð grasvallar fyrir knattspyrnuæfingar sem Gunnþór stýrir. Aðstaða þeirra er annars í Brúarási.

Í skýrslu fráfarandi stjórnar, sem Halldóra Eyþórsdóttir formaður flutti, kom fram að félagið hefði meðal annars á undanförnum árum stutt við íþróttaskóla í Brúarási, fjölskylduskemmtun á þrettándanum í Brúarási og gefið körfur í íþróttahúsið þar.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok