Þrenn gullverðlaun á Unglingalandsmóti - MYNDIR

Keppendur UÍA unnu til þrennra gullverðlauna á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór í Borgarnesi um Verslunarmannahelgina. Verðlaunin komu í sundi, frjálsum og körfuknattleik.


Daði Fannar Sverrisson vann til tvennra gullverðlauna. Hann sigraði í spjótkjasti pilta 14 ára með kasti upp á 49,14 metra og í körfuknattleik með liði Íþróttastrákanna. Daði varð þriðji í 100 metra hlaupi á tímanum 13,38 sek. og í langstökki þar sem hann stökk 4,93 metra.

Hekla Liv Maríasdóttir vann gullverðlaun í 4x50 metra fjórsundi og silfurverðlaun í 4x50 metra skriðsundi. Hekla Liv synti með sveit sem kallaði sig "Bland í poka." Hún synti baksund í fjórsundinu.

Mikael Máni Freysson hljóp undir unglingalandsmótsmetinu í 600 metra hlaupi stráka 11-12 ára en tími hans var 1:46,14 mín. Það dugði þó ekki til þar sem keppandi úr Fjölni kom rúmri sekúndu í mark á undan Mána. Hann komst einnig á pall í langstökki stráka 12 ára þar sem hann varð í öðru sæti með stökk upp á 4,3 metra.

Heiðdís Sigurjónsdóttir vann til silfurverðlauna í langstökki telpna 14 ára, þar sem hún stökk 4,87 metra, í 800 metra hlaupi telpna á 2:32,26 mín og bronsverðlauna í hástökki þar sem hún fór yfir 1,46 m.

Í glímu stelpna 13-14 ára varð Arnbjörg Bára Frímannsdóttir önnur með þrjá vinninga. Andrés Kristleifsson fékk silfurverðlaun með liði sínu ORKÞKB í körfuknattleik stráka 15-16 ára.

Alls fóru 27 keppendur frá UÍA sem kepptu í frjálsum íþróttum, sundi, knattspyrnu, körfuknattleik, golfi, glímu og skák.

Myndir af UÍA liðinu má finna hér.

Heildarúrslit mótsins eru á www.ulm.is.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ