Þrenn gullverðlaun á Unglingalandsmóti - MYNDIR

Keppendur UÍA unnu til þrennra gullverðlauna á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór í Borgarnesi um Verslunarmannahelgina. Verðlaunin komu í sundi, frjálsum og körfuknattleik.


Daði Fannar Sverrisson vann til tvennra gullverðlauna. Hann sigraði í spjótkjasti pilta 14 ára með kasti upp á 49,14 metra og í körfuknattleik með liði Íþróttastrákanna. Daði varð þriðji í 100 metra hlaupi á tímanum 13,38 sek. og í langstökki þar sem hann stökk 4,93 metra.

Hekla Liv Maríasdóttir vann gullverðlaun í 4x50 metra fjórsundi og silfurverðlaun í 4x50 metra skriðsundi. Hekla Liv synti með sveit sem kallaði sig "Bland í poka." Hún synti baksund í fjórsundinu.

Mikael Máni Freysson hljóp undir unglingalandsmótsmetinu í 600 metra hlaupi stráka 11-12 ára en tími hans var 1:46,14 mín. Það dugði þó ekki til þar sem keppandi úr Fjölni kom rúmri sekúndu í mark á undan Mána. Hann komst einnig á pall í langstökki stráka 12 ára þar sem hann varð í öðru sæti með stökk upp á 4,3 metra.

Heiðdís Sigurjónsdóttir vann til silfurverðlauna í langstökki telpna 14 ára, þar sem hún stökk 4,87 metra, í 800 metra hlaupi telpna á 2:32,26 mín og bronsverðlauna í hástökki þar sem hún fór yfir 1,46 m.

Í glímu stelpna 13-14 ára varð Arnbjörg Bára Frímannsdóttir önnur með þrjá vinninga. Andrés Kristleifsson fékk silfurverðlaun með liði sínu ORKÞKB í körfuknattleik stráka 15-16 ára.

Alls fóru 27 keppendur frá UÍA sem kepptu í frjálsum íþróttum, sundi, knattspyrnu, körfuknattleik, golfi, glímu og skák.

Myndir af UÍA liðinu má finna hér.

Heildarúrslit mótsins eru á www.ulm.is.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok