Góður árangur á Akureyrarmóti
Þriggja manna lið UÍA varð í fjórða sæti á Akureyrarmóti í frjalsum íþróttum sem fram fór fyrir skemmstu. Bræðurnir Atli og Daði Fannar Sverrssyni mynduðu liðið ásamt Mikael Mána Freyssyni.
Í flokki 11-12 ára stráka sigraði Mikael Máni Freysson í 60 m hlaupi á 8,91 sek, 200 m hl 29,54 sek og í 800 m hl 2,37,09 mín og hafnaði í öðru sæti í hástökki 1,25m og í langstökki 4,61 m.
Atli Geir varð annar í kúluvarpi í sama flokki með kast upp á 9,70 m.
Í flokki 13-14 ára pilta gerði Daði Fannar Sverrisson sér lítið fyrir og sigraði í 80 m grindarhl. á 12,86 sek, í langstökki 4,87 m, í sleggjukasti 43,14 m, í kúluvarpi 12,67 m og í spjótkasti 47,74 m, varð annar í 200 m hlaupi 27,30 sek, hástökki 1,45 m og í kringlukasti 23,69 og þriðji í 80 m hlaupi 11,05 sek.