Stökk-, sleggjukasts- og boðhlaupsmót UÍA

Stökk,- sleggjukasts- og boðhlaupsmót UÍA verður haldið á Vilhjálmsvelli þriðjudaginn 10. ágúst og hefst klukkan 18:00. Mótið er hið seinasta af þremur sem frjálsíþróttaráð UÍA hefur staðið fyrir í sumar þar sem keppt er um stigabikara.

Keppt er í flokkum 11-12 ára, 13-14, 15-16 og 17 ára og eldri. Í sleggjukasti er að auki keppt í flokki karla 17-18 ára. Þátttökugjald er 500 krónur á keppanda.

Hægt er að skrá sig í mótið í gegnum mótaforrit FRÍ eða hjá skrifstofu UÍA í sima 471-1353 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ