Undanúrslit í Launaflsbikarnum

Undanúrslit Launaflsbikarsins hefjast á morgun þegar BN tekur á móti 06. apríl. Hrafnkell Freysgoði tekur síðan á móti Spyrni um helgina.

 

Keppninni lauk í seinustu viku. BN tryggði sér efsta sætið með 0-1 sigri á 06. apríl. SE og UMFB gerðu 1-1 jafntefli á Eiðavelli þar sem gestirnir jöfnuðu þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hrafnkell Freysgoði burstaði Þrist á Fellavelli 2-7. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Dobrycky Norbert verði markakóngur en hann hefur skorað 18 mörk fyrir Hrafnkel í sumar. Hann bætti við tveimur gegn Þristi.

 

Lokastaðan:

1 BN '96 6 5 0 1 26 - 9 17 15
2 Hrafnkell Freysgoði 6 5 0 1 29 - 16 13 15
3 Spyrnir 6 3 1 2 27 - 10 17 10
4 06. Apríl 6 1 3 2 15 - 16 -1 6
5 UMFB 6 1 2 3 17 - 21 -4 5
6 SE 6 0 4 2 11 - 26 -15 4
7 Þristur 6 0 2 4 10 - 37 -27 2

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ