Undanúrslit í Launaflsbikarnum

Undanúrslit Launaflsbikarsins hefjast á morgun þegar BN tekur á móti 06. apríl. Hrafnkell Freysgoði tekur síðan á móti Spyrni um helgina.

 

Keppninni lauk í seinustu viku. BN tryggði sér efsta sætið með 0-1 sigri á 06. apríl. SE og UMFB gerðu 1-1 jafntefli á Eiðavelli þar sem gestirnir jöfnuðu þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hrafnkell Freysgoði burstaði Þrist á Fellavelli 2-7. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Dobrycky Norbert verði markakóngur en hann hefur skorað 18 mörk fyrir Hrafnkel í sumar. Hann bætti við tveimur gegn Þristi.

 

Lokastaðan:

1 BN '96 6 5 0 1 26 - 9 17 15
2 Hrafnkell Freysgoði 6 5 0 1 29 - 16 13 15
3 Spyrnir 6 3 1 2 27 - 10 17 10
4 06. Apríl 6 1 3 2 15 - 16 -1 6
5 UMFB 6 1 2 3 17 - 21 -4 5
6 SE 6 0 4 2 11 - 26 -15 4
7 Þristur 6 0 2 4 10 - 37 -27 2

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok