Hress hópur sem náði vel saman

Ellefu krakkar mættu í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ og FRÍ sem UÍA hélt á Egilsstöðum í lok júní. Hildur Bergsdóttir, skólastjóri, var ánægð með vikuna og hópinn.

"Ég, sem skólastjóri skemmti mér konunglega og á margar góðar minningar úr vikunni, sem einkenndist af frjálsum og fjöri. Við spreyttum okkur á allflestum greinum frjálsra íþrótta auk óhefðbundnari íþróttagreina svo sem skókasts og vínberjaspýtinga, fórum í fjallgöngu, sund og þríþraut. Ekki má heldur gleyma ótal viðureignum í borðtennis og pool og afar hressilegum kvöldvökum. Krakkahópurinn var frábær og náði vel saman. Þetta var bara snilld og vonandi gefst mér tækifæri til að vera aftur með að ári."

Þetta er í þriðja sinn sem UÍA heldur skólann og er nokkuð föst mynd komin á dagskrána. Auk Hildar aðstoðuðu Hreinn Halldórsson, Lovísa Hreinsdóttir, Einar Hróbjartur Jónsson og Mekkín Bjarnadóttir við þjálfunina.

Úrslit mótsins má sjá hér:

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ