Viljinn vann bocciakeppnina
Viljinn, íþróttafélag fatlaðra á Seyðisfirði, hélt sigurgöngu sinni áfram í bocciakeppni Sumarhátíðar um helgina.
Viljinn hefur undanfarin ár verið nánast einráður í keppninni og sigraði að vanda með 24 bolta í 2 leikjum. Bæjarstjórnarflokkur Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði varð í öðru sæti með 18 bolta í 2 leikjum.
Skrúður, þar sem Guðmundur Hallgrímsson og Ólafur, bæjarstjóri á Seyðisfirði voru lykilmenn varð í þriðja sæti með 16 bolta og Huginn í því fjórða með 12 bolta.