Sindri betri bóndinn
Lið Sindra Freys Jónssonar sigraði lið Hjalta Þórarins Ásmundssonar í bændaglímu Launafls á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar í dag. Bændaglíman var hluti af skemmtidagskrá Sumarhátíðarinnar í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum.
Bændurnir mættu á staðinn og öttu vinnumönnum sínum saman. Þegar þeir höfðu verið lagðir að velli, einn af öðrum, var komið að bændunum að glíma. Þar hafði Sindri Frey Hjalta undir.
Báðir æfa glímu með Val á Reyðarfirði en félagið hafði yfirumsjón með bændaglímunni. Rétt er að taka fram að þeir eru báðir starfsmenn Launafls.