Fjölþjóðleg frjálsíþróttakeppni

Góðir gestir slógust í för á Samkaupsmótinu í frjálsum íþróttum á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar þegar svissnesk systkini mættu til leiks. Þau Hrafnkell Jónsson og Edda Jónsdóttir mættu til keppni í 400 metra hlaupi 15-16 ára sveina og 13-14 ára telpna.

 

Foreldrar þeirra bjuggu á Egilsstöðum fyrir um tuttugu árum og litu við á Vilhjálmsvelli í morgun og skráðu systkininin til leiks. Hrafnkell varð annar í sínu hlaupi, eftir æsilegan endasprett gegn Einari Ásgeiri Ásgeirssyni úr USÚ og Edda varð einnig önnur í sínu hlaupi.

 

Um afrek þeirra og annarra keppenda í frjálsum má lesa hér.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok