Fjölþjóðleg frjálsíþróttakeppni
Góðir gestir slógust í för á Samkaupsmótinu í frjálsum íþróttum á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar þegar svissnesk systkini mættu til leiks. Þau Hrafnkell Jónsson og Edda Jónsdóttir mættu til keppni í 400 metra hlaupi 15-16 ára sveina og 13-14 ára telpna.
Foreldrar þeirra bjuggu á Egilsstöðum fyrir um tuttugu árum og litu við á Vilhjálmsvelli í morgun og skráðu systkininin til leiks. Hrafnkell varð annar í sínu hlaupi, eftir æsilegan endasprett gegn Einari Ásgeiri Ásgeirssyni úr USÚ og Edda varð einnig önnur í sínu hlaupi.
Um afrek þeirra og annarra keppenda í frjálsum má lesa hér.