HM endurspeglað á Sumarhátíð

Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu var endurspegluð í knattspyrnukeppni Sumarhátíðar UÍA og Síldarvinnslunnar 2010 en liðin fjögur, sem mættu til keppni í sjötta flokki, báru nöfn þeirra fjögurra þjóða sem komust í undanúrslit HM í Suður-Afríku.

Áhorfendur fengu því forsmekkinn af úrslitaleik Spánverja og Hollendinga með fjölda fallegra marka og tilþrifa. Óskandi er að úrslitaleikurinn á morgun verði jafn tilþrifaríkur. Í ár var fyrsta skipti boðið upp á skrá einstaklinga sem raðað er í lið á staðnum, líkt og á unglingalandsmótum. Að auki var keppt í 7. og 8. flokki. Þangað mættu lið frá Huginn, Neista, Þrótti, Fjarðabyggð og Leikni.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ